Fréttir

Fundur með dómsmálaráðherra

20 maí. 2008

Stjórn LL átti í dag fund með Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra.

Á fundinum, sem var mjög gagnlegur, var m.a. rætt um nýútkomna áfangaskýrslu um árangur í sameiningu lögregluembættanna og tillögur sem fram koma í skýrslunni, menntunarmál lögreglumanna, manneklu & fjárskort lögregluembættanna, niðurstöður í skoðanakönnun SFR á fyrirmyndarstofnunum ríkisins o.fl.

Fundinn sátu frá LL Snorri Magnússon, Loftur G. Kristjánsson, Frímann B. Baldursson, Daði Gunnarsson, Gísli Jökull Gíslason og Steinar Adolfsson.

Auk ráðherra sátu fundinn, af hálfu ráðuneytisins, Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri og Þórir Hrafnsson, aðstoðarmaður ráðherra.

Til baka