Fréttir

Kjarasamningar BSRB

26 maí. 2008

Í ljósi frétta af nýframlengdum kjarasamningum stétta innan BSRB, sem voru með lausa kjarasamninga nú í byrjun maí, þykir rétt að taka það fram að LL er ekki aðili að þessari framlengingu kjarasamninga.

Samningar LL eru lausir frá og með 31. október n.k. Undirbúningsvinna vegna þeirra er þegar hafin, eins og fram hefur komið hér á þessari síðu.

Formaður og framkvæmdastjóri LL hafa setið fundi samningseininga BSRB, í aðdragandi þeirra samninga sem framlengdir voru í gærkvöldi, í þeim tilgangi að fylgjast með stöðunni og þróun mála á launamarkaði.

 

 

 

Til baka