Fréttir

Ný heimasíða LL

10 jún. 2008

LL-97x93.pngNý heimasíða LL hefur nú litið dagsins ljós. Leitast var við að hafa útlit og uppbyggingu síðunnar sem einfaldasta þannig að efni og upplýsingar á henni væri auðfundið. Til dæmis má nálgast öll umsóknareyðublöð LL á síðunni. Þó síðan sé kominn út á veraldarvefinn er enn verið að vinna í henni en almennir notendur eiga ekki að verða varir við þá vinnu.

 

Mesta breytingin frá eldri síðunni er að mun auðveldara er fyrir stjórn og starfsfólk LL að uppfæra fréttir, tilkynningar og annað efni sem þarf að koma til skila til lögreglumanna á fljótan og góðan hátt. Önnur breyting er að nú geta allir lögreglumenn skráð sig inn á lokað svæði síðunnar og þannig fengið aðgang að „comment“ kerfi og lesið efni sem eingöngu er ætlað skráðum notendum. Fyrst um sinn verður opið fyrir stofnun aðgangs að síðunni en vandlega er farið yfir alla stofnaða aðganga á hverjum degi og notendanöfnum sem ekki eru talin tilheyra lögreglumönnum er eytt út. Lokað verður fyrir þessa innskráningu síðar þegar hægist á um nýskráningar og verður þá einungis hægt að óska eftir aðgangi að síðunni í gegnum tölvupóst. Menn eru beðnir um að fylgja leiðbeiningum um stofnun aðgangs sem er að finna þegar smellt er á tengilinn Innskráning.

Á síðunni er gert ráð fyrir að svæðisdeildir LL geti sett inn sínar fréttir og tilkynningar og þannig miðlað upplýsingum til félagsmanna á sínu svæði. Þessi svæði eru opin öllum öðrum sem skoða síðuna en þó verður hægt að loka á þá sem ekki eru innskráðir. Leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá inn fréttir verða sendar formönnum svæðisdeilda innan tíðar.

Það er von stjórnar og starfsfólks LL að síðan verði í senn fræðandi og gagnleg þeim sem skoða hana. Til að síðan nýtist sem best er ósk okkar að menn sendi inn ábendingar um það sem betur mætti vera.

 

Fyrir hönd stjórnar LL og starfsfólks.

Ágúst Sigurjónsson og Frímann B Baldursson, vefstjórar.

Til baka