Fréttir

Miðborgarþjónar?

23 jún. 2008

Í fréttum undanfarna daga, hefur verið fjallað um svokallaða miðborgarþjóna, sem Reykjavíkurborg hefur ráðið til starfa.  Þessir miðborgarþjónar eru starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar. 

Á fyrstu fréttum var að skilja að þessum starfsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar væri ætlað það hlutverk að létta undir með lögreglu í hennar störfum í miðborg Reykjavíkur um helgar.  Fréttaflutningur, af þessu verkefni, hefur tekið örlitlum breytingum, frá fyrstu fréttum, á þann veg að hér sé um að ræða þjónustu, sem Reykjavíkurborg sé að veita íbúum sínum og gestum í miðborginni að kvöld og næturlagi um helgar.

Ekkert samráð var haft við LL vegna þessa verkefnis og forysta landssambandsins frétti fyrst af þessu verkefni í gegnum umfjöllun fjölmiðla um málið.

Snorri Magnússon, formaður LL, var í sjónvarpsviðtali á fréttum RÚV vegna þessa verkefnis föstudaginn 20. júní s.l.  Fréttina er hægt að sjá hér:  https://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397963/7

Til baka