Fréttir

Áhrif vaktavinnu á heilsufar lögreglumanna

29 jún. 2008

Það hefur löngum verið vitað að áhrif vaktavinnu á starfsfólk, almennt, eru slæm.  Um þetta hafa verið skrifaðar fræðibækur og -greinar í hundraða- ef ekki þúsundavís.  Áfhrif vaktavinnu geta verið margvísleg, bæði sálræn og líkamleg.  Á vef The Police Policy Studies Council má lesa þessa grein um áhrif vaktavinnu á lögreglumenn en í henni má lesa þá staðreynd að lífaldur lögreglumanna (karla) í Bandaríkjunum (BNA) er í allt að tuttugu (20) árum skemmri en almennur lífaldur karla.  Á meðan almennur lífaldur karla í BNA er 73 ár er lífaldur lögreglumanna (karla) 53 – 66 ár, eftir því hvaða rannsóknir er stuðst við.

Ýmsar aðrar fróðlegar greinar og upplýsingar er að finna á heimasíðu The Police Policy Studies Council sem er hér.

Til baka