Fréttir

Aukin umsvif erlendra glæpahópa. Störf lögreglu mun hættumeiri en áður var.

1 júl. 2008

Í nýútkominni skýrslu greiningardeildar RLS kemur fram að mikið fari fyrir umsvifum skipulagðra erlendra glæpahópa hér á landi en svo segir í frétt á mbl.is í dag, sem og á visir.is.  Skýrslan var kynnt, af Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, í ríkisstjórn Íslands í morgun.

Fréttirnar á áðurnefndum fréttavefjum eru samhljóma frétt sem birtist  á forsíðu og bls. 4. í Fréttablaðinu 24. maí s.l.  Á forsíðunni er eftirfarandi haft eftir Sigríði Guðjónsdóttur, aðstoðarríkislögreglustjóra, „Þessi þróun hefur í för með sér að lögreglan stendur frammi fyrir nýjum og sérlega krefjandi verkefnum.“  Á bls. 4. í sama blaði er frétt með fyrirsögninni „Starf lögreglu mun hættulegra en áður“.  Í fréttinni segir Sigríður m.a. „Aukin harka einkennir heim afbrota hér á landi.  Jafnframt er ljóst að starf lögreglu er nú mun hættulegra en áður var.“

Frétt mbl.is í dag má lesa hér og fréttina á visir.is hér.  Með báðum fréttunum er hlekkur á skýrslu greiningardeildar RLS.

Frétt Fréttablaðsins frá 24. maí s.l. má lesa hér.

Til baka