Fréttir

Læknar hafna tilboði um 20.300,- kr. launahækkun.

1 júl. 2008

Alger samstaða ríkti á félagsfundi læknafélags Íslands í gær um að hafna 20.300,- kr. launahækkun sem er það boð sem læknar fengu frá samninganefnd ríkisins (SNR).  Samþykktu félagsmenn LÍ að undirbúnar yrðu verkfallsaðgerðir í haust, náist ekki að semja fyrir þann tíma, skv. fréttum á mbl.is. Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri læknafélagsins segir að tilboð SNR feli í raun í sér 8% raunlaunalækkun en læknar fari fram á 10% launahækkun. 

Frétt mbl.is má lesa hér.

Til baka