Fréttir

Vantar fólk í lögreglu?

4 júl. 2008

Þessi spurning hefur margoft verið sett fram og margoft verið svarað af LL “Já það vantar bæði mannskap og fjármuni til lögreglunnar”.  Það var hvorutveggja ánægjulegt og athyglisvert að heyra tvo háttsetta yfirmenn í lögreglu, í sitthvorum landshlutanum, í tveimur aðskildum viðtölum, á tveimur aðskildum ljósvakamiðlum, sama daginn, segja að það vantaði mannskap (og fjármuni) til lögreglunnar.

Viðtölin, sem um ræðir, birtust á Bylgjunni í Bítið og í tíu fréttum RÚV miðvikudaginn 2. júlí s.l.  Viðtalið á Bylgjunni var við Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjón hjá lögreglustóranum á höfuðborgarsvæðinu og viðtalið í fréttum RÚV var við Ólaf Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri en viðtalið sérstaklega í tengslum við það að lögreglan á Akureyri vill fjölgun rannsóknarlögreglumanna, sem vinna að fíkniefnamálum.

Viðtalið við Geir Jón má heyra hér.

Viðtalið við Ólaf má sjá og heyra hér.

Til baka