Fréttir

ASÍ ályktar um efnahagsmál

27 ágú. 2008

Í frétt á mbl.is í dag segir frá ályktun sem miðstjórn ASÍ sendi frá sér í dag í hverri lýst er yfir áhyggjum af stöðu efnahagsmála í landinu í kjölfar verðbólgumælingar Hagstofunnar.  Í ályktuninni segir, m.a. að forsendur kjarasamninga séu nú brostnar þar sem verðbólga hafi ekki mælst hærri í tæpa tvo áratugi eða 14,5% og ekki hafi tekist að verja kaupmáttinn í landinu.

Þá kallar ASÍ enn eftir samstarfi ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda til að leita lausna á þeim vanda sem við er að glíma en segir undirtektir ríkisstjórnarinnar hafa valdið vonbrigðum.

Fréttina á mbl.is má lesa hér.

Til baka