Fréttir

„Þrengra um vik að leiðrétta laun vegna efnahagsástands“

3 sep. 2008

Er fyrirsögn fréttar á visir.is í dag þar sem vitnað er í orð Árna Mathiesen fjármálaráðherra á Alþingi, í tengslum við umræður um yfirvofandi verkfall ljósmæðra, sem fram fóru í fyrirspurnartíma eftir hádegi í dag. 

Í máli ráðherra kom fram, sem allir Íslendingar vita, að efnahagsástand þjóðarinnar er langt í frá að vera í lagi.  Ráðherra kom inn á framlengingu kjarasamninga, sem gerðar voru á vormánuðum en þar var, eins og alþjóð veit, stigið afar varlega til jarðar og lítið um launahækkanir.  Ráðherra lagði á það áherslu að slíkir skammtímasamningar væru síður til þess fallnir að gera miklar breytingar á kjörum hópa en lengri samningar.

Fréttina á visir.is má lesa hér.

Ljóst er að hár hamar er framundan í þeim kjaraviðræðum sem LL er að fara í um þessar mundir.

Til baka