Fréttir

Volvo flytur Breska laganna verði.

9 sep. 2008

Volvo hefur gert samning við bresk lögregluyfirvöld um að framleiða nýjan flota lögreglubifreiða í verksmiðju sinni í Svíþjóð. Sérútbúinn V70 verður nýjasta hjálparhella breskra lögreglusveita við að halda uppi lögum og reglum, en bíllinn var kynntur nú í byrjun september.

V70 Turn Key tilbúinn til skyldustarfa

V70 Turn Key lögreglubifreiðin var þróuð og hönnuð í nánu samstarfi við bresk lögregluyfirvöld en þetta er líklega í fyrsta sinn sem fullbúinn lögreglubíll er fjölda- framleiddur á þennan hátt. Ekki verður lengur þörf á margra mánaða bið eftir sérútbúnum löggæslubílum, því V70 er tilbúinn til afhendingar innan 12-14 vikna eftir pöntun.

V70 er sérhannaður fyrir breska löggæslu

Allur sérútbúnaður er hannaður sérstaklega fyrir bresku lögregluna en þar á meðal er hraðamælir, eftirlitsmyndavél og búr fyrir tvo lögregluhunda. Auk þess er bíllinn með sérstakan bremsubúnað og styrkt dekk sem draga úr hemlunarvegalengd hans. Flotinn kemur svo með þremur mismunandi vélartegundum; bensín, dísil og FlexiFuel. Tals- menn Volvo eru vongóðir um að V70 Turn Key löggæslubifreiðin muni veita lögreglunni góða aðstoð við að vernda breska borgara.

Tekið af volvo.is

[Þess má geta að Volvo V70 þykir ekki nógu góður fyrir íslensku lögregluna heldur setja yfirmenn okkar allt sitt traust á Hyunday]


 

Til baka