Fréttir

Lögreglumönnum fækkar á meðan íbúum fjölgar

14 sep. 2008

Þetta er fyrirsögn forsíðugreinar Fréttablaðsins, laugardaginn 13. september.  Í greininni staðfestir Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, að starfandi lögreglumenn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins séu nú 311 en það sé 21 manni fámennara en í fyrra (það gerir fækkun sem nemur u.þ.b. einni heilli vakt almennudeildar eða nálægt tveimur deildum innan rannsóknardeildar fyrir þá sem það vilja vita!).  Þá segir Hörður, í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að auglýstar hafi verið stöður 25 lögreglumanna í sumar en einungis 18 manns hafi fengist í þessar 25 stöður. 

Á grafi, sem fylgir fréttinni, sést að fara þarf aftur fyrir árið 1990 til að fá samanburð þar sem færri lögreglumenn voru við störf á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta segir allt sem segja þarf um ástandið innan lögreglunnar launalega, álagslega, aðstöðulega o.s.frv.  Nákvæmlega það sem LL og lögreglumenn hafa verið að benda á mánuðum og árum saman.

Fréttina í Fréttablaðinu má lesa hér.

Til baka