Fréttir

Námsstefna FÍR

15 nóv. 2008

Þórir Steingrímsson, formaður Félags Íslenskra Rannsóknarlögreglumanna setti námsstefnu FÍR kl. 09:00 í morgun að Hótel Örk, Hveragerði. 

Yfirskrift námsstefnunnar er „Yfirheyrslutækni framtíðarinnar – Yfirheyrslur í hljóði og mynd“.

Meðal gesta og fyrirlesara á námsstefnunni verða Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari og Phil Morris og Steve Retford frá lögreglunni í Manchester á Englandi. 

Þá ávarpaði einnig námsstefnuna, Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri í Árnessýslu.

Frekari upplýsingar um dagskrá námsstefnunnar má finna á vef FÍR, hér.

Til baka