Fréttir

Hátíðarfundur LL

1 des. 2008

Í dag kl. 15:00 var hátíðarfundur Landssambands lögreglumanna. Á fundinum voru stjórn og starfsmenn LL, fulltrúar í nefndum og sjóðum LL og nokkrir gestir.

Fundurinn var haldinn til að marka þau tímamót sem voru í dag, þ.e. 40 ára afmæli Landssambands lögreglumanna. Í tilefni dagsins voru fimm fyrrverandi formenn LL heiðraðir og þeim þökkuð störf þeirra í þágu LL og lögreglumanna. Þeir sem heiðraðir voru eru þeir Tómas Jónsson, Þorgrímur Guðmundsson, Jónas Magnússon, Óskar Bjartmarz og Sveinn Ingiberg Magnússon. Fengu þeir tréplatta með afmælismerki LL.

Á fundinum afhenti einnig stjórn Líknar- og hjálparsjóðs LL Mæðrastyrksnefnd styrk að fjárhæðinni kr. 709.000- en það eru 1.000 kr. á hvern lögreglumann innan vébanda LL.

Snorri Magnússon, formaður LL, hélt hátíðarræðu og mun hún verða birt hér á síðunni innan tíðar.

Til baka