Fréttir

Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við skipanir.

31 des. 2008

Umboðsmaður Alþingis gerir alvarlegar athugasemdir við ráðningu Geirs H. Haarde forsætisráðherra annarsvegar, á skrifstofustjóra efnahags- og alþjóðamálaskrifstofu ráðuneytisins, án auglýsingar og hinsvegar við skipun Árna Mathiesen setts dómsmálaráðherra á dómara við héraðsdóm Norðurlands eystra.

Lesa má álit umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar forsætisráðherra á skrifstofustjóranum hér og frétt mbl.is um málið hér.

Þá er hægt að lesa álit umboðsmanns Alþingis vegna skipunar dómarans hér og frétt mbl.is um sama mál hér.

Þau eru ófá, álit umboðsmanns Alþingis, er kemur að skipun í stöður innan lögreglu hér á landi, sem hlýtur að teljast nokkuð slæmt þegar til þess er hugsað að lögregla eigi að standa, öðrum framar, í framkvæmda laga og reglna þessa lands.

Til baka