Fréttir

Skýrsla RLS um könnun á streitu og líðan lögreglumanna

6 jan. 2009

Ríkislögreglustjórinn hefur nýlega gefið út skýrslu um könnun á streitu og líðan lögreglumanna.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að meðaltal fyrir stjórnsýslulega og verkefnatengda streitu er lítillega lægra en hjá viðmiðunarhópi, sem samanstóð af 197 kanadískum lögreglumönnum.  Þegar munur milli þátttakenda af landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu (LRH og RLS) er skoðaður kemur í ljós að þátttakendur á höfuðborgarsvæðinu voru stressaðri, þunglyndari og kvíðnari en þátttakendur á landsbyggðinni.  Lögreglumenn á landsbyggðinni eru örlítið hamingjusamari en þeir sem starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Til stendur að gera samskonar könnun á árinu 2010. 

LL vonar að kannanir sem þessar verði fastur liður í rannsóknarstarfi RLS þar sem þær gefa góða innsýn inn í starf lögreglumanna almennt og munu nýtast vel, að mati LL, þegar farið verður að skoða stuðningsúrræði s.s. félagastuðning hjá lögreglumönnum.  Vert er í þessu samhengi að skoða þá staðreynd sérstaklega að erlendar rannsóknir, sem einnig hljóta stuðning í könnun sem LL hefur gert, sýna að meðallífaldur lögreglumanna er u.þ.b. tíu árum skemmri en hjá öðrum starfshópum.

Frétt um útgáfu RLS á ofangreindri skýrslu má lesa á mbl.is hér.

Þá er rétt að benda á frétt á bls. 10 í Fréttablaðinu, miðvikudaginn 7. janúar s.l, um útkomu skýrsluna en þar er m.a. að finna viðbrögð formanns LL við skýrslunni.  Fréttina má lesa hér.

Skýrsluna sjálfa má svo lesa hér.

Til baka