Fréttir

Starfslokanámskeið

7 jan. 2009

BSRB.JPGFélagsmálaskóli BSRB verður með starfslokanámskeið á höfuðborgarsvæðinu dagana 26. til 28. janúar 2009.
Námskeiðið verður frá kl. 16.30 til kl. 19.00 hvert kvöld og er haldið í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð.

Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í BSRB sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mökum þeirra.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 23. janúar.

 
Þátttöku skal tilkynna á skrifstofu BSRB, sími 5258300. Einnig er hægt að skrá sig í netfangið bsrb@bsrb.is
Námskeiðið er frítt fyrir alla félaga í aðildarfélögum BSRB og maka þeirra.

 

Dagskrá:

Mánudagur 26. janúar
16.30: Sigrún Ingvarsdóttir frá Reykjavíkurborg kynnir þjónustu við aldraða í höfuðborginni.
17.30: Kaffi.
17.45: Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur fjallar um andlega þáttinn við öldrun.
18.30: Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri Félags eldri borgara kynnir starf félagsins. 

Þriðjudagur 27. janúar
16.30: Ásta Arnardóttir frá Tryggingastofnun fjallar um almannatryggingakerfið.
17.30: Kaffi.
17.45: Páll Ólafsson frá LSR fjallar um lífeyrismálin.

Miðvikudagur 28. janúar
16.30: Ingibjörg Stefánsdóttir verkefnisstjóri hjá Mími fjallar um það að eldast og láta af störfum. 
17.30: Kaffi
17.45: Dögg Guðmundsdóttir: Kynning á sjálfboðaliðastarfi Rauða krossins
18.00 – 19.00: Ingibjörg Stefánsdóttir heldur áfram umfjöllun sinni.

Til baka