Fréttir

Mótmæli í Osló, vegna stríðsástandsins á Gaza. Lögreglumenn slasaðir

11 jan. 2009

Í frétt á vef Politiets Fellesforbund í Noregi (www.pf.no) segir af mótmælum, sem áttu sér stað í Osló á fimmtudagskvöld (8. jan. 2008), vegna stríðsátakanna á Gazasvæðinu.  Á milli fimm og átta lögreglumenn slösuðust í þeim átökum sem brutust út í kringum mótmælin.  Meiðslin voru allt frá skurðum upp í tann- og beinbrot.  Átök þessi eru ein þau verstu í Osló í manna minnum.

Sigve Bolstad, formaður lögreglufélags Oslóar, segir í viðtali við fréttamenn að þessi átök sýni það hversu nauðsynlegt það sé að lögregla fái greidda áhættuþóknun vegna starfa sinna.  Þá segir hann að nú hafi stjórnmálamenn og íbúar Oslóar séð, svart á hvítu, hversu áhættusöm störf lögreglu eru.

Greinina á vef PF má lesa hér. 

Til baka