Fréttir

Mótmæli í Riga í Lettlandi – þrír lögreglumenn slasast

14 jan. 2009

Í frétt á mbl.is, þann 13. janúar, er sagt frá mótmælum í Riga, höfuðborg Lettlands en þar söfnuðust þúsundir manna saman utan við þinghúsið og kröfðust afsagnar ríkisstjórnar landsins.

Um hundrað mótmælendur voru handteknir í mótmælunum, eftir að til átaka kom milli hóps mótmælenda og lögreglu.  Lögregla neyddist til að beita táragasi og kylfum.  Þrír lögreglumenn slösuðust í þessum átökum, sem eru þau fjölmennustu í landinu frá því það fékk sjálfstæði árið 1991.

Mótmælendur kenna ríkisstjórninni, sem samsett er af miðju- og hægriflokkum, um ástandið í landinu. 

Þing landsins hefur nýlega samþykkt sparnaðaraðgerðir, sem m.a. fela í sér skattahækkanir, minnkuð ríkisútgjöld og launalækkun ríkisstarfsmanna um allt að 15%.  Þá hefur hvorutveggja atvinnuleysi og verðbólga farið vaxandi í landinu.

Lettland hefur nýlega fengið 7,5 evra lán frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Fréttina á mbl.is má lesa hér.

Til baka