Fréttir

Fundur forystu LL með forsætisráðherra

21 jan. 2009

Formaður LL og hluti framkvæmdastjórnar fór á fund forsætisráðherra í dag, miðvikudaginn 21. janúar, kl. 11:15. 

Fundurinn var boðaður, af forsætisráðherra, s.l. föstudag í tilefni af opnu bréfi formanns LL, sem birtist í Morgunblaðinu 13. janúar s.l. og hægt er að lesa hér á síðunni.

Forsætisráðherra opnaði fundinn á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki minnst á þá staðreynd að lögreglumaður hafi meiðst í þeim átökum sem urðu við Hótel Borg.  Hans hugsun hefði ekki verið sú að gera lítið úr störfum lögreglu.  Hann lagði einnig á það áherslu að hann væri vel meðvitaður um mikilvægi starfa lögreglu og hversu gríðarlega vel hún hefði staðið sig í sínum störfum í því ástandi sem uppi væri í þjóðfélaginu.

Á fundinum voru eftirfarandi mál rædd:

 

1.       Ástandið í þjóðmálunum

2.       Öryggismál lögreglumanna – undirmönnun og fjársvelti embættanna

3.       Málefni nýútskrifaðra lögreglumanna, sem ekki fá vinnu vegna þess sem fram kemur í lið             2 hér að ofan

4.       Launamál

5.       Eftirlaunamál

 

Fundurinn var, að mati forystu LL, jákvæður og góður og lýsti forsætisráðherra yfir skilningi sínum á störfum lögreglu við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður.

Fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins, vegna fundarins, má lesa hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka