Fréttir

Norskir lögreglumenn í verkfalli

29 jan. 2009

Politiets Fellesforbund – PF, (Landssamband norska lögreglumanna) boðaði til 90 mínútna verkfalls félagsmanna sinna í dag, frá kl. 11:00 – 12:30.

Ástæða verkfallsboðunarinnar er sú að verið er að mótmæla aðbúnaði norskra lögreglumanna sem og þeirri staðreynd að stjórnvöld í Noregi reyna nú að þvinga lögreglumenn til að víkja frá lagaákvæðum um hvíldartíma vegna manneklu í lögreglunni. 

Verkfallsréttur norskra lögreglumanna var afnuminn árið 1959.

Frétt um verkfallið birtist á mbl.is í gær og má lesa hana hér.

Þá er og rétt að benda lögreglumönnum á umfjöllun um verkfallið á heimasíðu PF hér sem og umfjöllun Aftenposten um verkfallið hér.

Landssamband lögreglumanna styður heilshugar við félaga sína í Noregi vegna þessara aðgerða og hefur komið stuðningsyfirlýsingu á framfæri við Arne Johannessen formann PF.

Hér fyrir neðan er mynd af plakati, sem PF, lét prenta vegna þess ástands sem leitt hefur til þessarar aðgerðar norskra lögreglumanna.  Myndin, á plakatinu, svipar óneitanlega til svipmynda frá því ástandi sem verið hefur í Reykjavík undanfarna daga og vikur.  Plakatið sjálft, með texta, sem ritaður er við það má nálgast hér (hlekkurinn „Annonse“ hægra megin á síðunni)

Til baka