Fréttir

Stofnun ársins 2009

9 maí. 2009

Stéttafélag í almannaþjónustu (SFR) – eitt af systurfélögum LL innan vébanda BSRB – kynnti í gærdag (8. maí), kl. 17:00 á Hótel Nordica í Reykjavík, niðurstöður úr fjórðu könnuninni um „Stofnun ársins“.

Niðurstöður könnunarinnar „Stofnun ársins 2009“ má sjá hér.

Hægt er að lesa meira um könnunina á vef SFR (www.sfr.is) þar sem einnig má skoða eldri kannanir.

Félagsmenn LL eru hvattir til að kynna sér þessar niðurstöður vel og einnig til þátttöku í þessari könnun að ári, ef embætti viðkomandi tekur þátt á annað borð og heimilar lögreglumönnum þátttöku. 

 

Það vekur athygli að ekki einn lögreglustjóri, utan lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, virðist hafa nýtt sér þann möguleika könnunarinnar að heimila öðrum en SFR félögum þátttöku.  Lista yfir þær stofnanir, sem heimiluðu öllum starfsmönnum þátttöku má sjá hér.  Í listanum má sjá muninn á svörum SFR félaga annarsvegar og félaga annarra stéttarfélaga hinsvegar (hér verður þó að hafa í huga að einungis eru birtar niðurstöður um 100 af um 200 stofnunum sem þátt tóku í könnuninni).

Með þátttöku í könnunum, á borð við könnun SFR, ætti að nást betur fram skoðun starfsfólks á sínu nærumhverfi þar sem könnunin tekur m.a. á þáttum eins og starfsskilyrðum, líðan á vinnustað o.fl.

Til baka