Fréttir

Kjaraviðræður

10 jún. 2009

Kjaraviðræður opinberra starfsmanna (þ.m.t. LL), sem og annarra launþega, sem eru með lausa samninga eru enn í gangi á svokölluðu „stóra borði“ þar sem fulltrúar launþega, ríkisvaldsins og atvinnurekenda hittast á reglulegum fundum.

Nýjustu fréttir af framgangi viðræðnanna má lesa á heimasíðu BSRB en textinn er einnig hér fyrir neðan:

„Viðræður um þríhliða stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisins hafa haldið áfram og eru málefnahópar um ríkisfjármál, efnahags- og atvinnumál að skila áfangaskýrslum. Stefnt er að því að ríkisstjórnin leggi fram bandorm um ríkisfjármálin í lok vikunnar þar sem kynntar verða aðgerðir til að ná fram 20 milljarða króna sparnaði á fjárlögum þessa árs. Upp úr 20. júní á síðan að liggja fyrir áætlun um aðgerðir í ríkisfjármálum til ársins 2013.

Viðræður um launalið samninga hafa legið niðri og er vonast til að þær viðræður hefjist aftur í næstu viku.

Hugmyndir félagsmálaráðherra um aðgerðir voru kynntar fulltrúum málefnahóps um ríkisfjármál á sunnudag og var fjallað um þær á fundi samningsaðila í gær. Þá hafa fulltrúar aðila vinnumarkaðarins átt fund með fulltrúum ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu.“

Ljóst er að sá vandi, sem við er að glíma í ríkisfjármálunum, er gríðarlegur en sem dæmi er gert ráð fyrir að það þurfi að „hagræða“ og „spara“ í ríkisrekstrinum um tuttugu milljarða króna (20.000.000.000,- kr.), bara á árinu sem er að líða

Nánar má lesa um framgang viðræðnanna á heimasíðum BSRB og ASÍ.

Til baka