Fréttir

„Að baki skjaldborgarinnar“

11 jún. 2009

„Að baki skjaldborgarinnar – Upplifun lögreglumanna af mótmælunum í janúar 2009“ er heiti nýrrar BA ritgerðar í félagsfræði, sem unnin var af Vilborgu Hjörnýju Ívarsdóttur.  Ritgerðina byggir hún að mestu á samtölum við lögreglumenn, sem stóðu vaktina í þeim mótmælum sem áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur í janúar 2009.

 

Afar athyglisverða umfjöllun, Rúnars Pálmasonar blaðamanns um ritgerðina, er hægt að lesa á bls. 8 í Morgunblaðinu í dag fimmtudaginn 11. júní.  Þá er einnig umfjöllun um grein Rúnars á mbl.is, sem lesa má hér.  Að síðustu er einnig fjallað um grein Rúnars, og mótmælin, í leiðara Morgunblaðsins, á bls. 26, þennan sama dag þar sem miklu lofi er lokið á störf lögreglu í kringum mótmælin. 

Ljóst er, við lestur greinarinnar í Morgunblaðinu, að allt sem LL hefur haldið á lofti undanfarnar vikur og mánuði um mannfæð í og fjárskort til lögreglu á við rök að styðjast og virðist það koma skýrt fram í ritgerðinni samkvæmt greininni í Morgunblaðinu.

Áhugasamir geta lesið ritgerð Vilborgar Hjörnýjar á Skemmunni (www.skemman.is)

Þá er og rétt að benda á áhugaverða blogfærslu Jóns Vals Jenssonar vegna fréttarinnar í Morgunblaðinu en færsluna má lesa hér.

Til baka