Fréttir

Útboð bílamiðstöðvar RLS

20 júl. 2009

Þann 12. maí s.l. birtist frétt hér á þessum vef um útboð dómsmálaráðuneytisins á bílamiðstöð ríkislögreglustjórans.

 

Í Morgunblaðinu þann 11. júlí s.l. birtist frétt þar sem sagt var frá því að öllum tilboðum vegna útboðsins hafi verið hafnað.  Í ljós hafi komið, við yfirferð tilboðanna sem bárust, að núverandi fyrirkomulag rekstrarins sé ódýrara sem nemur 5 – 6 milljónum á ársgrundvelli skv. fréttinni í Morgunblaðinu.

Ljóst er því að ekkert verður af því að færa rekstur bílamiðstöðvarinnar úr því fyrirkomulagi sem nú er við lýði.  Jafnframt er ljóst að þessi niðurstaða er ákveðin viðurkenning á því starfi sem unnið er hjá bílamiðstöð RLS.

Það er rétt að geta þess hér að villa var í fréttinni i Morgunblaðinu um hversu ódýrara núverandi rekstrarfyrirkomulag er en munurinn er um 50 milljónir, skv. upplýsingum sem LL hefur undir höndum, en ekki 5 – 6 eins og segir í frétt Morgunblaðsins!

Til baka