Fréttir

Er fjárveitingavaldið vaknað?

23 júl. 2009

Gríðarleg umfjöllun hefur verið, í fjölmiðlum undanfarna daga, í kjölfar neyðarkalls sem barst frá lögreglumanni í byrjun vikunnar, n.t.t. þriðjudaginn 21. júlí s.l.

 

Síðustu fréttir af þessum málum eru þær að í umræðum á Alþingi sagði formaður allsherjarnefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, að einsýnt væri að koma yrði til aukið fjármagn til lögreglunnar en málefni lögreglunnar munu hafa verið til umfjöllunar á fundi nefndarinnar nú í morgun.  Fjallað var um þessi ummæli Steinunnar Valdísar í frétt á mbl.is í dag.

Það sem einna helst vekur athygli í allri umræðu liðinna daga er að ekkert er nýtt í henni.  LL hefur bent á þessa hluti, í ræðu og riti undanfarnar vikur og mánuði þ.a. ástandið hefði átt að vera öllum – og fyrir löngu – ljóst!  Þá umfjöllun er m.a. hægt að lesa á þessum vef.

Hluta umræðu liðinna daga er hægt að lesa á eftirfarandi tenglum:

„Niðurskurðurinn samsvarar þriggja daga vöxtum af Icesave“

„Lögreglufélag Reykjavíkur tekur undir neyðarkall lögreglumanns“

„Ráðherra tjáir sig ekki um neyðarkall frá lögreglumanni“

„Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á sjónarmið lögreglunnar“

„Við erum ekki einu sinni reiðir lengur, við erum bara orðnir þreyttir“

„Afbrotafaraldur á höfuðborgarsvæðinu“

„Erfitt og sársaukafullt“

„Mikið um þjófnaði í Reykjavík“

„Mikið að gera hjá lögreglu“

Til baka