Fréttir

FRÁBÆR ÁRANGUR!

7 ágú. 2009

Á bls. 62 í Dagblaðinu í dag, föstudaginn 7. ágúst er sagt frá frábærum árangri körfuboltaliðs íslenskra lögreglu- og sjúkraflutningamanna á heimsleikum lögreglu- og sjúkraflutningamanna sem fram fara í Kanada um þessar mundir.

 

Íslenska liðið, sem m.a. er skipað Magna Hafsteinssyni, sem starfar hjá lögreglustjóranum á Snæfellsnesi (úr Snæfelli) og „Vesturbæjartröllinu“ Baldri Ólafssyni, sem starfar hjá lögreglustjóranum á Höfuborgarsvæðinu (úr KR), var rétt undir lok leiks með „krumlurnar“ á gullinu en því hefði dugað ein þriggja stiga karfa undir lok leiksins til að ná því.  Liðið náði hinsvegar öðru sæti á mótinu og hlaut þar með SILFRIÐ sem verður að teljast hreint FRÁBÆR ÁRANGUR.

Landssamband lögreglumanna óskar liðinu innilega til hamingju með árangurinn! 

Hægt er að lesa sér til um leikana, á heimasíðu þeirra, hér.

Til baka