Fréttir

Áheitasund!

4 sep. 2009

Laugardaginn 5 september næstkomandi stendur til að synda „hetjusund“, áheitasund til styrktar Sveini Bjarka Sigurðssyni félaga okkar innan lögreglunnar sem nýlega greindist með krabbamein.  Markmiðið með sundinu er að sýna honum stuðning þar sem nokkrir starfsbræður munu takast á við lengra og erfiðara sund en þeir hafa nokkurn tímann synt til þessa.  „Við munum allir sigra“  verður slagorð dagsins. 

 

Enginn okkar getur státað sig af einhverjum sérstökum sundafrekum í sundlaug þó svo við höfum allir buslað í sjó.  Ætlunin verður þó að synda hið ,,orginal“ Viðeyjarsund sem gerir um 4,5 km.  Synt verður frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn.  Þar sem lögreglumenn, félagar og aðrir góðir gestir munu taka á móti fólki.  Við gerum ráð fyrir að leggja af stað frá Viðeyjarbryggju um kl. 10:00 og koma helst ekki síðar en kl. 12:00 að Miðbakka við Reykjavíkurhöfn.  Fylgdarbátur mun fylgja sundmönnum.

Prógram við Reykjavíkurhöfn:
Stefnt verður að því að vera með einhverskonar prógram við Reykjavíkurhöfn (Miðbakka) þar sem til greina kemur að vera með grill, sýna tæki lögreglunnar, svo sem bifhjól, lögregluhundinn Dýrmund Dýra og eitthvað fleira. 

Þeir sem vilja leggja Sveini Bjarka og fjölskyldu hans lið geta lagt inn á söfnunarreikning 0515-14-404200 kt. 040974-3939.

fyrir hönd sjósundfélag lögreglunnar

Arnþór Davíðsson
ritari, sjósundfélagi lögreglunnar

Til baka