Fréttir

Dómsmálaráðherra frestar sameiningu sýslumannsembætta!

21 okt. 2009

Það var athyglisverð frétt, sem birtist á bls. 2. í Morgunblaðinu í morgun en þar segir frá því að dómsmálaráðherra hafi ákveðið að fresta sameiningu sýslumannsembætta um ótiltekinn tíma.

Í viðtali við ráðherra kemur eftirfarandi fram: „Tíminn var orðinn naumur og því óraunhæft að ljúka málinu fyrir áramót.  Mér er í mun að vinna málið í góðum samráði við þá sem hlut eiga að máli, svo sem sýslumennina sjálfa enda þekkja þeir embættin og starfsemi þeirra öllum betur.“

 

Í stað fyrirhugaðra breytinga, sem miðuðu að því að fækka embættum sýslumanna úr tuttugu og fjórum (24) í sjö (7) hefur nú verið ákveðið að halda þeim fjölda óbreyttum um sinn, m.v. frétt Morgunblaðsins.  Í stað breytinganna á að ná fram þeirri hagræðingarkröfu sem fram hefur verið sett (10%) með „samstilltu átaki“ því það sé nauðsynlegt að horfa til fleiri þátta en peningasparnaðar þar sem víða í hinum dreifðu byggðum gegni sýslumannsembættin samfélagslegu hlutverki og veiti mikilvæga nærþjónustu!  

Hinsvegar virðist eiga að halda áfram því breytingaferli, sem ákveðið hefur verið gagnvart lögreglu þ.e. að fækka og stækka umdæmin, svo sem áður hefur komið fram.

Þetta er nokkuð athyglivert í ljósi þess að talið var að nauðsynlegt yrði að fara í áðurnefndar breytingar á sýslumannsembættunum til að ná fram þeim markmiðum, sem sett hafa verið fram í fjárlögum um niðurskurð til löggæslumála.

Til baka