Fréttir

Tímamótadómur vegna árásar á lögreglumenn?

28 okt. 2009

Sjö karlmenn, sem réðust á lögreglumenn við störf sín, í Árbæ í Reykjavík í október á s.l. ári voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Tólf aðilar voru upphaflega handteknir vegna málsins og þar af voru átta ákærðir.  Einn hinna ákærðu var sýknaður í málinu.

Þrír karlmannanna voru dæmdir í níu (9) mánaða fangelsi, einn í sjö (7) mánaða fangelsi og þrír í sex (6) mánaða fangelsi.

 

Hægt er að lesa um dóminn á visir.is og og mbl.is viðbrögð lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á visir.is og mbl.is.

Dóminn sjálfann, í máli S-443/2009 má lesa hér.

Landssamband Lögreglumanna hefur lengi barist fyrir því að dómar, vegna árása á lögreglumenn verði hertir til muna enda ljóst að árás á lögreglu er í senn árás á þjóðfélagið sjálft. 

Dómur þessi er því skref í þá réttu átt, sem löggjafinn setti fram með breytingu á 106. gr.  almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með lögum nr. 25/2007 þegar refsiramminn fyrir brot gegn þeirri grein hegningarlaganna var hækkaður.

Til baka