Fréttir

1997

30 okt. 2009

ÞESSI SÍÐA ER Í STÖÐUGRI VINNSLU OG MUN TAKA BREYTINGUM EFTIR ÞVÍ SEM UMRÆÐA UM SKIPULAGSBREYTINGAR Í LÖGREGLU ÞRÓAST HVERJU SINNI.

Frumvarp til lögreglulaga, sem síðar varð að lögreglulögum nr. 90/1996:

Árið 1996 lagði þáverandi dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson (S) fram frumvarp til lögreglulaga, sem síðar varð að lögreglulögum nr. 90/1996 sem jafnframt námu úr gildi lög um lögreglumenn nr. 56/1972 og lög um Rannsóknarlögreglu Ríkisins (RLR) nr. 108/1976. 

Helstu og stærstu nýmælin sem fólust í þessum nýju lögum voru þau að með þeim var RLR formlega lögð niður og komið á fót nýju embætti Ríkislögreglustjórans (RLS). 

Frumvarp til lögreglulaga árið 1996

Frumvarp þetta var síðar að lögum um lögreglumenn nr. 90/1996 með gildistöku þann 1. júlí 1997.

Umræður á Alþingi:

Þó nokkrar umræður spunnust á Alþingi Íslendinga, svo sem við var að búast, vegna frumvarps dómsmálaráðherra til lögreglulaga.  

Fyrstu umræðu vegna frumvarpsins er hægt að lesa hér.

Aðra umræðu vegna frumvarpsins er hægt að lesa hér.  Framhald annarrar umræðu er hægt að lesa hér og aftur hér.

Nefndarálit / breytingartillaga:

Nefndarálit Allsherjarnefndar Alþingis er að finna hér og breytingartillögur hér.

Annað:

Skýrsla dómsmálaráðherra um stöðu og þróun löggæslu [á Íslandi] skv. beiðni:

Á 127 löggjafarþingi 2001 – 2001 lagði þáverandi dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, (S) fyrir Alþingi Íslendinga skýrslu um „Stöðu og þróun löggæslu“.  Skýrsla þessi er hin áhugaverðasta aflestrar líkt og allar þær skýrslur sem lagðar hafa verið fram um sama málefni.

Ávarp Sólveigar Pétursdóttur, dómsmálaráðherra, á landsþingi lögreglumanna þann 15. apríl 2002, þar sem hún m.a. kom inn á skýrsluna, sem greint er frá hér að ofan, má lesa hér.

Til baka