Fréttir

Skipulagsbreytingar í lögreglu

6 apr. 2010

Rétt fyrir liðna páskahátíð lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 en frumvarpið er liður í þeim skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið í lögreglu með það að markmiði að aðskilja að fullu lögreglustjórn og hlutverk sýslumanna auk þess að fækka lögregluembættunum úr 15 í 6 og um leið að fækka í yfirstjórn lögreglu svo sem fram hefur komið í máli ráðherra. 

 

Frumvarpið í heild sinni, ásamt athugasemdum t.a.m. frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, er hægt að nálgast hér.  Það frumvarp sem lagt hefur verið fram er að nokkru leyti frábrugðið þeim frumvarpsdrögum sem fylgdu skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra, sem skilaði af sér í október 2009.  Þá skýrslu, ásamt drögum að lagafrumvarpi, er hægt að lesa hér.

Rétt er að hvetja lögreglumenn til að kynna sér ítarlega efni frumvarpsins sem og áðurnefnda skýrslu og einnig þær upplýsingar sem hægt er að nálgast um þetta efni undir hlekknum „Skipulagsbreytingar“ og undirhlekknum „2010“ í bláa rammanum hér vinstra megin á þessari síðu.

Athugasemdum er, eftir atvikum, hægt að koma á framfæri við skrifstofu LL á netfangið ll@bsrb.is.

Til baka