Fréttir

Málþing Lögreglufélags Suðurlands vegna skipulagsbreytinga í lögreglu

14 des. 2009

Miðvikudaginn 16. desember n.k. mun Lögreglufélag Suðurlands standa fyrir málþingi á Hótel Selfossi. 

Yfirskrift málþingsins er Framtíðarskipulag löggæslu á Suðurlandi og hefst það kl. 13:00.  Gert er ráð fyrir að málþingið standi ekki lengur en til 15:00.

Sérstakur gestur málþingsins er Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.

 

 

 

 

Drög að dagskrá þingsins eru eftirfarandi: 

  • Málþingið sett með erindi frá fulltrúa Lögreglufélags Suðurlands

  • Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, flytur erindi um framtíðarskipulag löggæslu

  • Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dómsmálaráðuneytis, fer yfir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi lögreglu

  •  Almennar umræður

Til baka