Fréttir

Atvinnuleysi meðal lögreglumanna

8 jan. 2010

Skv. nýjustu upplýsingum, frá Vinnumálastofnun, voru sautján (17) einstaklingar, sem lokið höfðu prófi frá lögregluskóla ríkisins skráðir atvinnulausir í lok nóvember 2009. 

 

Á sama tíma, þ.e. í lok nóvember, lágu fyrir tölur, einnig frá Vinnumálastofnun, sem sýndu að atvinnulausir lögreglumenn væru sjö (7), þ.e.a.s. einstaklingar sem skráð höfðu síðustu atvinnutekjur sínar í lögreglu.

Þessar tölur segja ekki alla söguna um atvinnuleysi meðal lögreglumanna þar sem hér er gengið út frá skráðri menntun í tölvukerfum vinnumálastofnunar.

Fljótlega er að vænta talna fyrir desember mánuð og má gera ráð fyrir því að þar verði um að ræða ítarlegri upplýsingar sem gefa betri yfirsýn yfir stöðuna.  Þær upplýsingar munu verða birtar hér um leið og þær verða aðgengilegar.

Til baka