Fréttir

Framboð til formanns, auglýsing frá kjörstjórn.

15 jan. 2010

Kæru félagar.

 

Skv. 21. grein laga LL þá er kjörtímabil stjórnar LL 2 ár.  Síðast var stjórnarkjör árið 2008 og lýkur því kjörtímabili nú í vor, á næsta þingi sambandsins.  Það er hlutverk kjörstjórnar LL að standa fyrir kjöri formanns en svæðisdeilda að standa fyrir kjöri annarra stjórnarmanna.

 

Kjörstjórn LL kallar hér með eftir framboði til formanns LL og skulu framboð hafa borist kjörstjórn fyrir lok janúar.  Kjörstjórn mun koma saman til fundar 4. febrúar nk. og fara yfir framboð.  Berist aðeins eitt framboð til formanns telst hann sjálfkjörinn.

 

 

UM KOSNINGU FORMANNS LL:

 

Í VII. kafla laga LL, „Stjórn LL”, 21. gr. „Stjórn LL”, er fjallað um kjör formanns LL en þar segir m.a:

 

Formaður LL skal kosinn í allsherjar póstkosningu meðal félagsmanna LL sama ár og þing er haldið og skal kosningu vera lokið þremur vikum fyrir þing.  Þeir sem gefa kost á sér í kjör formanns skulu láta kjörstjórn LL vita fyrir lok janúar sama ár og kosið er.  Formaður og ný stjórn taka við að afloknu þingi.

 

Berist aðeins eitt framboð til formanns telst hann sjálfkjörinn.

 

Kjörgengir í stjórn eru þeir sem eru fullgildir félagar í LL.  Stjórnina skipa 16 menn þ.e. formaður og 15 stjórnarmenn. Formaður er óbundinn svæðisdeild og telst oddamaður.  Varamenn koma til starfa í forföllum aðalmanna.“

 

 

 

Kjörstjórn telur rétt að vekja athygli á eftirtöldu.

 

UM KOSNINGAR TIL STJÓRNAR LL:

 

Í VIII. kafla laga LL, „Uppstillingarnefnd og kjörstjórn”, 26. gr. „Stjórnarkjör”, er fjallað um kjör til stjórnar LL en þar segir:

 

 

26. grein

Stjórnarkjör

Svæðisdeildir skulu sjá um kosningu manna í stjórn LL og skal það gert sama ár og þing er haldið.  Stjórnir svæðisdeilda skulu fyrir 20. janúar auglýsa eftir þeim sem vilja gefa kost á sér í stjórn LL frá viðkomandi félagssvæði.  Ef fleiri gefa kost á sér en viðkomandi svæði á rétt til skal valið fara fram með kosningu.  Fyrir 1. mars skal allsherjarkosningu lokið í hverri svæðisdeild og skulu þeir sem hlutu kosningu vera fullgildir í stjórn LL næstu 2 árin.

 

 

 

 

3. grein

Aðild – deildir

Rétt til fullrar aðildar að LL, eiga allir starfandi lögreglumenn á landinu sem hafa lokið Lögregluskóla ríkisins og hafa lögreglustarfið að aðalstarfi, lögreglunemar í starfsnámi og á seinni önn í Lögregluskólanum. Sama gildir um þá sem ekki hafa lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins en voru skipaðir, settir eða fastráðnir áður en lög nr. 64/1989 tóku gildi. 

 

Rétt til fullrar aðildar eiga þeir einnig sem eru í fæðingar-/foreldraorlofi, launalausu leyfi. skv. kjarasamningi LL og þeir sem hafa fullnýtt veikindarétt sinn og fallið af launaskrá vegna veikinda eða slysa en hafa ekki látið af störfum.  Sama gildir um þá félaga sem gert hafa starfslokasamning eða fá greidd biðlaun og greiða iðgjald af launum sínum til LL.  Sama gildir einnig um félaga sem fara til friðargæslu á vegum alþjóðlegra stofnana og annarra löggæsluverkefna erlendis á vegum íslenskra stjórnvalda og þá sem eru frá störfum um stundarsakir vegna náms, er varðar starf þeirra. 

 

Þá gildir það sama um lögreglumenn sem orðið hafa atvinnulausir og hafa ekki átt aðild að öðrum stéttarfélögum en LL síðan þeir störfuðu sem lögreglumenn.

 

 

 

 

Kjörstjórn LL, sem kosin var á 29. þingi LL í apríl 2008, fram að næsta reglulega þingi er skipuð eftirtöldum félagsmönnum LL:

 

Aðalmenn:

Jón Halldór Sigurðsson, formaður

Guðmundur Fylkisson

Tinna Jóhönnudóttir

 

Varamenn:

Ragnar Kristjánsson

Sigurberg Theódórsson

Vignir Elísson

 

 

 

Fyrir hönd Kjörstjórnar.

Til baka