Fréttir

Flugumferðarstjórar samþykktu verkfallsboðun

5 mar. 2010

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga m.a. hér og hér hafa flugumferðarstjórar samþykkt verkfallsboðun.  Þá er hægt að lesa frétt um sama, á vef BSRB sem og á vef Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

 

Í þeim fréttum, sem hægt er að lesa með því að fylgja hlekkjunum hér að ofan, er hægt að sjá dagsetningar verkfallanna, sem boðuð hafa verið.

Fróðlegt verður að fylgjast með gangi viðræðnanna, sem eru undir verkstjórn Ríkissáttasemjara, líkt og kjaradeila lögreglumanna en skv. fréttum var boðaður fundur, í kjaradeilu flugumferðastjóra, í húsnæði Ríkissáttasemjara í gær, fimmtudaginn 4. mars.

Rétt er að vekja athygli á því hér að fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu LL við ríkisvaldið, í húsnæði Ríkissáttasemjara að Borgartúni 21 (Karphúsinu) þriðjudaginn 9. mars n.k. kl. 14:00.

Til baka