Fréttir

Lögreglan nýtur mests trausts þjóðarinnar!

9 mar. 2010

Samkvæmt nýrri mælingu Þjóðarpúls Gallups mælist lögreglan nú með mest traust meðal þjóðarinnar, skv. fréttum sem birtust á bls. 12 í Fréttablaðinu í dag (9. mars) sem og á visir.is.

 

Hægt er að sjá könnun Capacent Gallup á vef fyrirtækisins hér.

Rúmlega 81% segjast nú bera mikið traust til lögreglunnar og Háskóli Íslands, sem lengst af hefur verið í efsta sæti í Þjóðarpúlskönnunum Gallups kemur nú í öðru sæti á eftir lögreglunni en 76% segjast bera mikið traust til HÍ.

Athygli vekur, sem fyrr, að einungis 13% þjóðarinnar segist bera mikið traust til Alþingis Íslendinga og um 5% Íslendinga segjast bera mikið traust til bankakerfisins.

Til baka