Fréttir

Vinnueftirlitið með áhyggjur af hugsanlegri undirmönnun í lögreglu

16 mar. 2010

Á eyjan.is þann 10 mars s.l. var frétt af því að Vinnueftirlitið hefði áhyggjur af hugsanlegri undirmönnun í lögreglu. 

Eftirfarandi var haft eftir Steinari Harðarsyni, umdæmisstjóra Vinnueftirlitsins í Reykjavíkurumdæmi:  „Á því leikur lítill vafi í okkar huga að störf lögreglumanna eru bæði erfið andlega og líkamlega og geta ekki síður verið hættuleg.“ 

 

Fréttin virðist koma til af ítrekuðum fregnum um undirmönnun stöku vakta hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en í henni kemur fram að þessar fregnir komi Vinnueftirlitinu ekkert á óvart!

Hægt er að lesa umfjöllun Eyjunnar hér.

Í þessu sambandi er rétt að benda lesendum þessarar fréttar að kynna sér einnig innihald þessarar fréttar hér.

Til baka