Fréttir

Ofbeldi gegn lögreglumönnum að aukast – ráðstefna EUROCOP

8 apr. 2010

Þann 12. apríl n.k. stendur European Confederation of Police (EUROCOP) fyrir ráðstefnu, sem ber yfirskriftina „Verndaðu þá sem vernda þig: Ofbeldi gegn lögreglumönnum eykst um alla Evrópu“ (e. „Protect those that protect you: Violence against the police on the rise all over Europe“)

 

Ráðstefnan verður haldin í Madrid á Spáni.  Norræna lögreglusambandið (NPF) mun senda fulltrúa sína á ráðstefnuna, sem jafnframt verða fulltrúar allra landssambanda lögreglumanna á Norðurlöndunum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má fá á heimasíðu EUROCOP.

Lögreglumenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efni ráðstefnunnar og aðrar upplýsingar sem er að finna á heimasíðu EUROCOP.

Til baka