Fréttir

LSS afli sér verkfallsheimildar

21 apr. 2010

Á ársþingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), sem haldið var 16. og 17. apríl s.l. var lýst yfir fullum stuðningi við það að kjararáð félagsins afli sér verkfallsheimildar.

 

Í ályktun LSS, sem samþykkt var á fundinum segir m.a:

„13. þing LSS haldið 16-17 apríl að Lágmúla 4, Reykjavík telur óásættanlegt að félagsmenn séu enn samningslausir en samningar runnu út 31. ágúst 2009.  Fullum stuðningi við öflun verkfallsheimildar til handa kjararáði LSS er lýst af hálfu þingsins.“

Lesa má meira um þingið á vef LSS hér, sem og á vef BSRB hér.

Til baka