Fréttir

1. maí messa Lögreglukórs Reykjavíkur

30 apr. 2010

Lögreglukórinn heldur, skv. venju, árlega 1. maí messu sína laugardaginn 1. maí n.k, kl. 11:00.  Að þessu sinni verður messan í Akureyrarkirkju. 

Þá mun kórinn einnig verða með sína árlegu vortónleika, sama dag, í Þorgeirskirkju, Ljósavatnsskarði. 

 

 

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og aðgangseyrir er kr. 1.500,-.  Á dagskránni verða fjölbreytt sönglög eftir t.a.m. Bubba Morthens (Lög og regla), Sigfús Halldórsson, Jónas Árnason, Bergþóru Árnadóttur, Megas og KK, svo einhverjir séu nefndir.

Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson.  Einsöngvari á tónleikunum verður Eyþór Ingi Gunnlaugsson og hljómsveit skipa Gunnar Gunnarsson á píanó, Ómar Guðjónsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur.

Til baka