Fréttir

Stofnun ársins 2010 kynnt 7. maí næstkomandi

4 maí. 2010

Föstudaginn 7. maí n.k. verða kynntar niðurstöður úr fimmtu könnun SFR undir heitinu „Stofnun ársins“.  Formleg kynning á niðurstöðunum fer fram kl. 17:00 á Hótel Nordica, Reykjavík.

 

Könnunin nær allra félagsmanna SFR en skv. venju var öllum stofnunum ríkisins gefinn kostur á því að leyfa öllum starfsmönnum sínum að taka þátt í könnuninni. 

Var þér boðin þátttaka í könnuninni af þínum lögreglustjóra?

Alls tóku um 200 stofnanir ríkisins þátt í könnuninni og svöruðu rúmlega 4000 opinberir starfsmenn þeim spurningum sem fram komu í könnuninni.

„Stofnun ársins“ er unnin í samstarfi við VR, eins og undanfarin ár en VR hefur framkvæmt slíkar kannanir undir heitinu „Fyrirtæki ársins“ í á annan áratug.  Úr þessum könnunum er að myndast einn stærsti gagnagrunnur landsins sem mælir viðhorf starfsmanna til fyrirtækja og opinberra stofnana, vinnuumhverfis, stjórnunar o.fl. í þeim dúr.

Frekari upplýsingar um könnunina má fá á vef SFR og sérstaklega um könnunina í ár hér.

Til baka