Fréttir

Skipulagsbreytingar í lögreglu o.fl.

20 maí. 2010

Fyrir skemmstu lagði dómsmálaráðherra fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögreglulögum, sem miða að því að fækka og stækka lögregluumdæmin í landinu.  Frumvarpið er byggir á greinargerð starfshóps um sameiningu lögregluembætta.  Þessa skýrslu þarf hinsvegar að lesa í samhengi við skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála, sem kom út í janúar 2005 sem og fleiri skýrslur um svipað efni sem m.a. er að finna undir hlekknum „Skipulagsbreytingar“ og undirhlekkjum hans í bláa ramman hér til vinstri á þessari síðu.

 

Á svipuðum tíma lagði utanríkisráðherra fram frumvarp til breytinga á varnarmálalögum (niðurlagning Varnarmálastofnunar).  Í því frumvarpi, sem byggir á skýrslu starfshóps um öryggismál og endurskipulagningu Stjórnarráðsins.  Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir samþættingu ákveðinna verkefna, sem nú eru á höndum Varnarmálastofnunar, við verkefni lögreglu annarsvegar og landhelgisgæslunnar hinsvegar.

Svo sem venja er, við framlagningu frumvarpi, eins og greinir frá hér að ofan, er ýmsum aðilum boðið senda inn athugasemdir, eftir að frumvörpin hafa verið afgreidd til nefnda Alþingis.  Lögreglumenn eru hvattir til að kynna sér þessi mál ítarlega.

Innsendar umsagnir vegna frumvarpsins til breytinga á lögreglulögum er að finna hér.

Innsendar umsagnir vegna frumvarpsins til breytinga á varnarmálalögum er að finna hér.

Til baka