Fréttir

Eins árs afmæli kjarasamningsleysis!

31 maí. 2010

Á morgun þriðjudaginn 1. júní verður liðið eitt ár (365 dagar) frá því að kjarasamningur LL, við ríkisvaldið, varð laus.  Í tilefni af þessum tímamótum – afmæli – mættu um eitt hundrað (100) lögreglumenn á Austurvöll, fyrir utan Alþingi þar sem haldinn var þögull samstöðufundur líkur þeim sem var utan við húsnæði Ríkissáttasemjara þann 9. mars s.l.

 

LL færði fjármálaráðherra, í tilefni dagsins, afmælisköku.  Fjármálaráðherra var að vísu ekki staddur á Alþingi þegar kakan var afhent – en LL hafði fregnir af því að ráðherra yrði á þingi í dag.  Þingvörður á Alþingi tók hinsvegar við kökunni með þeim orðum að hún myndi afhenda hana fjármálaráðherra.

Á afmæliskökuna var letrað „Fjármálaráðherra.  Til hamingju.  Eitt ár án kjarasamnings.  Kveðja, Landssamband lögreglumanna“.  Rétt er að taka það fram hér að vöntun á einu „a“-i í áletrun á kökunni er ekki á ábyrgð LL Smile

Hægt er að sjá umfjöllun fréttamiðla, um samstöðuna:

á dv.is

á mbl.is

á ruv.is 

Til baka