Fréttir

Sumarferð lífeyrisþegadeildar LL

4 jún. 2010

Hin árlega sumarferð lífeyrisþegadeildar LL verður farin miðvikudaginn 30. júní n.k.  Ákveðið hefur verið að heimsækja Húnavatnssýslur að þessu sinni.

 

Að venju verður lagt af stað frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113 – 115, í Reykjavík kl. 08:00 (stundvíslega).  Ekið verður sem leið liggur austur að Gullfossi og þaðan yfir Kjöl með stuttu stoppi á Hveravöllum og Blönduvirkjun.  Áætlað er að vera komin um kl. 13:00 að Blönduósi þar sem þátttakendur í ferðinni geta snætt léttan hádegisverð á Pottinum og Pönnunni.  Það verður svo haldið áfram suður á leið, með viðkomu, ef tími vinnst til í heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, stuttum stansi við Þingeyrarkirkju og Kolugljúfur í Víðidal.  Kvöldverður bíður svo hópsins í Munaðarnesi um kl. 19:00.

Eins og undanfarin ár mun Þórunn Lárusdóttir taka að sér leiðsögn í ferðinni.

Skráning í ferðina fer, líkt og undanfarin ár, fram á skrifstofu LL – á opnunartíma (08:00 – 16:00).  Hægt er að ganga frá skráningu í ferðina í gegnum síma (525 8360) eða tölvupóst (ll@bsrb.is).

Þátttökugjald er kr. 5.000,- á mann og verður fjöldi ferðalanga takmarkaður við 70 manns.  Síðasti skráningardagur í ferðina er 25. júní n.k. að því gefnu að ekki verði búið að fullskrá í hana þá en skráning fer mjög vel af stað.

Til baka