Fréttir

„Ríkið frysti öll laun til 2013“

8 jún. 2010

Í forsíðufrétt í Fréttablaðinu í dag er fjallað um grein eftir Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, sem birtist á bls. 16, í Fréttablaðinu, undir fyrirsögninni „Af tækifærum í niðurskurði“.

 

Í forsíðufréttinni er vitnað í grein Árna Páls þar sem hann segir enga innistæðu vera fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera til ársins 2013.  Þá er vitnað beint í orð Árna Páls í greininni þar sem hann segir m.a: „Kauphækkanir opinberra starfsmanna við núverandi aðstæður kalla einfaldlega á fækkun starfa – það þarf þá að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem hafa vinnu.“

Hægt er að lesa forsíðufrétt Fréttablaðsins hér.

Þá er hér hægt að lesa viðtal við Guðlaugu Kristjánsdóttur, formann BHM, sem segir að sér komi þessar hugmyndir Árna Páls ekki á óvart.  BHM sé búið að vera samningslaust í á annað ár og launin hafi ekkert hreyfst nema niður á við.

Til baka