Fréttir

Oft ratast kjöftugum….

11 jún. 2010

Oft ratast kjöftugum satt orð á munn er gamalt íslenskt máltæki.  Þannig birti Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra grein í Fréttablaðinu, fyrr í vikunni þar sem hann ræddi þann möguleika að frysta laun opinberra starfsmanna til ársin 2013!

 

Í kjölfarið á birtingu greinar Árna Páls birtist viðtal á mbl.is  við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þar sem hann sagði of snemmbært að ræða þessi mál núna en tók þó ekki fyrir það að slíkt yrði skoðað, a.m.k. fyrir árin 2010 og 2011.

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, föstudaginn 11. júní birtist svo frétt í hverri segir að Fréttablaðið hafi fyrir því heimildir að til standi að frysta laun opinberra starfsmanna í eitt ár.

Í kjölfarið á þessum tveimur fréttum hafa samtök opinberra starfsmanna mótmælt þessum fyrirætlunum:

SFR

BHM

SLFÍ

Þá hafa þingmenn einnig stigið fram og mótmælt þessum hugmyndum um launafrystingar:

Ögmundur Jónasson

Lilja Mósesdóttir

Afðstaða LL til þessara hugmyndar algerlega kár:  Þessi aðferðarfræði kemur einfaldlega ekki til greina!!

Til baka