Fréttir

Gerir ekki athugasemd við sameiningu

15 jún. 2010

Í frétt á visir.is, í dag þriðjudaginn 15. júní kemur fram að Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemdir við sameiningu embættis Ríkisskattstjóra og níu skattstjóra víðsvegar um landið, í skýrslu sem stofnunin hefur nýlega skilað til Alþingis.

 

Sameining er sögð hafa byggt á skýrum faglegum og fjárhagslegum markmiðum, kostnaður við sameininguna er talinn rúmast innan fjárheimilda og þá liggi fyrir skýr verk- og tímaáætlun vegna sameiningarinnar.

Þá mun koma fram í endurskoðunarskýrslunni að nauðsynlegt sé að styðja við starfsfólk í því breytingaferli sem framundan er hjá hinu nýja embætti.

Einnig kemur fram í fréttinni fram að endurskoðunin sé liður í stærra verkefni Ríkisendurskoðunar sem miðar að því að meta hvernig áform ríkisstjórnarinnar um að endurskipuleggja opinbera þjónustu gangi eftir.

Í lok fréttarinnar kemur fram að fyrri endurskoðanir Ríkisendurskoðunar hafi sýnt fram á það að undirbúningi og framkvæmd sameiningar stofnana hafi oft verið ábótavant.

Athyglisvert er, í þessu samhengi, að skoða niðurstöður könnunar SFR (Stéttarfélags í Almannaþjónustu) „Stofnun ársins“ fyrir þær stofnanir hins opinbera, sem núverandi ríkisskattstjóri hefur verið í forystu fyrir en þær hafa, í öllum könnunum SFR „skorað“ mjög hátt.

Til baka