Fréttir

1750 lögreglumenn vantar í Osló!

18 jún. 2010

Í frétt á vef landssambands norskra lögreglumanna kemur fram að skv. mati Sigve Bolstad, formanns lögreglufélagsins í Osló, og Kåre Stölen, stöðvarstjóra á Grænlandsstöðinni í miðborg Oslóar, vantar 1750 lögreglumenn til starfa, í höfuðborg Noregs, til að lögreglan nái að sinna verkefnum sínum og standa undir þeim væntingum sem almenningur hefur til lögreglu og þjónustu hennar.

 

Í fréttinni kemur fram að fleiri lögreglumenn hafi verið við störf í útkallslögreglu árið 1989 en þar eru í dag.  Þá segir Kåre að til að manna eina lögreglubifreið allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, allan ársins hring, þurfi átján (18) lögreglumenn og þá er ekki tekið tillit til sumarfría, nauðsynlegra námskeiða og símenntunar svo dæmi séu tekin.

Hægt er að lesa fréttina hér.

Til baka