Fréttir

Mönnun lögreglubifreiða

19 jún. 2010

Í frétt, sem birt var á síðu LL þann 18. júní s.l. þar sem sagt var frá vöntun á 1750 lögreglumönnum, að lágmarki, í Osló var greint frá fjölda lögreglumanna, sem þyrfti til að halda úti einni eftirlitsbifreið lögreglu allan sólarhringinn, allan ársins hring.  Í fréttinni kom fram að átján (18) lögreglumenn þyrfti til, að lágmarki, þannig að hægt væri að halda úti einni lögreglubifreið.  Í fréttinni, sem vitnað var í á vef Landssambands norskra lögreglumanna, sagði að í þessum tölum væri ekki tekið t.t. veikinda, sumarleyfa, nauðsynlegrar símenntunar o.fl. í þeim dúr.

 

Séu þessar tölur settar í samhengi lítur dæmið þannig út:

  • Ein (1) lögreglubifreið 24/7/365 = 18 lögreglumenn
  • Tvær (2) lögreglubifreiðar 24/7/365 = 36 lögreglumenn 

Sé tekið t.t. veikinda, sumarleyfa, nauðsynlegrar símenntunar o.fl. í þeim dúr er, að lágmarki, hægt að bæta 25% við lágmarksmönnunina hér að ofan.

Þá lítur dæmið þannig út:

  • Ein (1) lögreglubifreið 24/7/365 = 23 lögreglumenn
  • Tvær (2) lögreglubifreiðar 24/7/365 = 46 lögreglumenn

Fréttin, sem birtist á vef Landssambands norskra lögreglumanna, ýtir stoðum undir málflutning LL í þá veru að nauðsynlegt sé að skilgreina:

1.  Öryggisstig á Íslandi;

2.  Þjónustustig lögreglu

Þegar þessum tveimur grunnskilgreiningum er lokið – og það er að mati LL í hlutverki Alþingis Íslendinga að skilgreina ofangreint – er hægt að fara út í það að ákvarða:

3.  Mannaflaþörf lögreglu, útfrá skilgreindum öryggis- og þjónustustigum, og loks;

4.  Fjárveitingar til lögreglu út frá skilgreiningunum í liðum 1. – 3.

Til baka